Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

18.10.2011

Stíll 2011

Undankeppni Stíls 2011 verður haldin í Árbæjarskóla miðvikudaginn 19. október. Húsið opnar kl. 19.45 og hefst tískusýning keppenda kl. 20.00.

Stíll er keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninnar og í hverju liði mega vera 2-4 einstaklingar, þar af eitt módel.

Markmið Stíls eru:

  • Að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika.
  • Að vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna.
  • Að unglingarnir komist í kynni við fleiri sem hafa áhuga á sama sviði.

Ţema Stíls árið 2011 er ÆVINTÝRI og verður spennandi að sjá útkomuna hjá hönnuðunum okkar.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?