Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

6.6.2011

Skólaslit í 1. - 9. bekk

Skólaslit í 1. - 9. bekk fóru fram föstudaginn 3. júní. Nemendur komu á sal skólans eftir skólastigum og hlýddu á dagskrá sem samanstóð af fjölbreyttum atriðum sem nemendur skólans sáu um. Fjöldi foreldra lagði leið sína í skólann þennan dag ásamt börnunum sínum og tók þátt í skólaslitunum.

Skólastjórnendur afhentu hvatningarverðlaun Rotary en þær María Rut Arnarsdóttir í 4. bekk og Rebekka Sól Ásmundsdóttir í 7. bekk hlutu þau að þessu sinni, ásamt Jóhanni Bjarna Péturssyni í 10. bekk sem fékk sína viðurkenningu afhenta við útskrift 10. bekkinga á miðvikudaginn.

Einnig voru afhent skólasóknarverðlaun í 5. - 9. bekk og var stór hluti þessara árganga sem verðlaunin  hlutu. Verðlaunin að þessu sinni voru sundkort sem vonandi koma nemendum að góðum notum í sumar.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?