Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

FrÚttir

1.6.2011

Ůri­ju ver­laun Ý T÷ku 2011

Nemendur úr mynd- og hljóðvinnslu Árbæjarskóla unnu til þriðju verðlauna í eldri flokki stuttmynda í stuttmyndakeppni Reykjavíkur, Töku 2011, sem fram fór í Bíó Paradís eða gamla Regnboganum þann 26. maí síðastliðinn. Myndin ber nafnið Facebook óhappið og fékk hún lof dómnefndar fyrir góða eftirvinnslu og tæknivinnu. Myndin var sýnd á verðlaunaafhendingunni og voru viðtökur áhorfenda með eindæmum góðar og bar umsjónarmaður keppninnar, Marteinn Sigurgeirsson, lof á myndina.  Arnór Steinn Ívarsson leikstýrði myndinni og samdi handritið,  Jóhann Egilsson hafði umsjón með eftirvinnslu en aðalhlutverkið var í höndum Daníels Þórs Gunnarssonar.

 

Mikil gróska hefur verið í kvikmyndagerð við Árbæjarskóla undanfarin ár og augljóst  að kennsla í mynd- og hljóðvinnslu er að skila sér í áhuga og árangri nemenda.

 

Við óskum öllum þeim sem stóðu að myndinni til hamingju með árangurinn.

Sjá mynd:

http://www.youtube.com/watch?v=9jT7zXv5KHE


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » FrÚttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?