Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

24.5.2011

Skák og mát

Undanfarna tvo vetur hefur Gunnar Finnsson séð um skákkennslu á yngri stigum skólans. Áhuginn hefur farið vaxandi og gaman að sjá krakkana á mánudögum eftir hefðbundinn skólatíma mæta í skáktímana. Í vetur voru á þriðja tug krakka sem æfðu og er kynjaskiptingin nokkuð jöfn.  Gunnar er ánægður með börnin en það sem honum finnst verst er að þegar stærstu skákmótin eru þá eru leikir í öðrum íþróttum og þessir krakkar þurfa því oft að velja og hafna. En sökum þessa nær hann sjaldnast að ná saman sinni sterkustu sveit. En það er efnilegt skákfólk í skólanum og í vetur náði Jakob Alexander nemandi í 6. bekk þeim góða árangri að ná 3. sæti á kjördæmismóti Reykjavíkur.  Á lokaæfingunni í gær var einmitt hraðskákmót og þar var hart barist. Eftir eina skákina fóru fjórir drengir í gegnum leikina aftur þar sem þeir voru ekki á eitt sáttir um leikaðferð. Það var frábært að hlusta á þá. Gunnar er að gera góða hluti og vonandi mun hann halda áfram að efla skákáhugann í skólanum.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?