Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

4.5.2011

Opiđ hús í Árbćjarskóla 5. maí 2011

 

Opið hús í Árbæjarskóla 5. maí 2011

Höfum gaman saman

Fimmtudaginn  5. maí verður opið hús í skólanum milli kl. 08:10-16:00. Forráðamenn eru hvattir til að heimsækja skólann á þessum tíma og kynna sér starf barnanna. Hefðbundin kennsla fer fram í skólanum en einnig verður skólastarfið brotið upp með ýmsum hætti. Meðal viðburða má nefna:

  • Heimsóknir í bekki.
  • Skemmtidagskrá á sal skólans milli kl. 8.30 - 10.15 fyrir 1. -7. bekk þar sem nemendur á öllum aldri stíga á stokk.
  • Kökusala 10. bekkinga - fjáröflun fyrir vorferð.
  • Sýning á vinnu nemenda í list- og verkgreinum í miðrými skólans.
  • Vortónleikar skólakórsins á sal kl. 17:00.
  • Menningarkvöld unglingadeildar kl. 19:30 - 21:30.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Nemendur og starfsfólk Árbæjarskóla


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?