Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

27.4.2011

Málglađir enskunemar

Í vikunni fyrir páska fluttu nemendur Árbæjarskóla frá 5. bekk og upp í 10. bekk munnleg verkefni í ensku fyrir samnemendur sína og kennara.  Þeir völdu sér hlut eða persónu til að fjalla um og komu með hann í skólann og sýndu eða mynd af viðkomandi persónu.  Nemendur lögðu mikla vinnu og metnað í verkefnið og sumir útbjuggu glærusýningar og jafnvel myndbönd.  Margir áhugaverðir hlutir skutu upp kollinum þessa viku, s.s. dansandi og syngjandi beinagrind, ljósapera sem skiptir um lit með fjarstýringu, gamalt armband þar sem safnað var skrauti á keðjuna og fest á.  Þetta vakti áhuga og kátínu og þjálfaði bæði hlustun og tal, tvo mikilvæga þætti enskukennslunnar. 

Enska 14-15.apríl 


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?