Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

12.4.2011

Kór Árbćjarskóla á kóramóti

Eldri kór Árbæjarskóla lagði leið sína á Selfoss sl. föstudag og var alla helgina á landsmóti barnakóra.  Þar voru saman komnir kórar víðs vegar af landinu og voru u.þ.b. 450 börn sem tóku þátt.  Samæfingar og raddæfingar voru alla helgina fyrir stóra tónleika sem voru hápunktur mótsins.  Þeir voru haldnir á sunnudeginum í íþróttahúsi Vallaskóla.  Á laugardeginum var farið í sund og haldin kvöldvaka þar sem kórfélagar sýndu dansatriði og í lokin var diskótek. Mótið var tileinkað öllum þeim frábæru íslensku tónskáldum sem hafa auðgað íslenskt tónlistarlíf í gegnum árin.  Auk þess voru frumflutt tvö ný verk ungra tónskálda, þeirra Hreiðars Inga Þorsteinssonar og Þóru Marteinsdóttur.  Kórfélagar Árbæjarskóla voru skólanum sínum til fyrirmyndar í alla staði og skemmtu sér konunglega.

Sjá myndir HÉR.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?