Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

31.3.2011

6. GJ gerir víđreist

Nú í vikunni fór 6. GJ í tvær vettvangsferðir þar sem vinnustaðir foreldra í bekknum voru heimsóttir.  Fyrst þurftu nemendur ekki að leita langt og gengu yfir í verksmiðjuna Vífilfell.  Þar fengu börnin að sjá hvernig kókflöskur eru búnar til úr litlum plasthylkjum sem eru hituð, blásin upp og formuð í mismunandi mót sem þau fengu að skoða.  Þau gengu um verksmiðjuna og sáu hin ýmsu færibönd sem öll höfðu sinn tilgang, áfyllingu, átöppun, plöstun o.s.frv.  Þar voru nemendur svo leystir út með íþróttapokum og kók í dós.  Sjá myndir HÉR.

 

Síðan lá leiðin í 365 miðla þar sem nemendur fengu fyrst kynningu á fyrirtækinu sem rekur útvarps- og sjónvarpsstöðvar, gefur út fréttablöð og framleiðir sjónvarpsefni.  Því næst fengu þau að setjast í fréttasettið og lesa upp fréttir og einnig að skoða veðurfréttasettið og sjá sig í mynd á báðum stöðum.  Það var mjög merkilegt að sjá að þeir sem voru grænklæddir í veðurfréttasettinu urðu gegnsæir og hægt að lesa veðurkortið í gegnum þá. Sjá myndir HÉR. 

 

Nemendur höfðu mikið gagn og gaman af þessum ferðum sem voru góð tilbreyting fyrir skólastarfið.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?