Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

25.3.2011

Leikskólabörn í heimsókn

Mikið og gott samstarf er milli Árbæjarskóla og leikskólanna Árborgar og Rofaborgar. Gagnkvæmar heimsóknir milli staða og skemmtileg samvinna allt skólaárið. Á vorönn koma síðan elstu nemendur leikskólans í skólaheimsókn í Árbæjarskóla. Undanfarnar þrjár vikur hafa hópar barna frá Rofaborg komið í heimsókn.  Nemendum er skipt í hópa og hver hópur sækir skólann tvo tíma yfir daginn í 5 daga frá mánudegi til föstudags.  Börnin fylgjast með kennslustundum, fara í listgreinar og íþróttir.  Á föstudeginum fá þau síðan að fara í matsalinn og borða með nemendahópnum.  Í byrjun apríl mætir svo einn hópur frá Árborg.   Þetta eru skemmtilegar heimsóknir og nokkurs konar vorboði þegar börnin úr leikskólanum mæta til okkar í skólann.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?