Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

3.3.2011

Árshátíđ 2011

Haldin var árshátíð nemenda Árbæjarskóla í gærkvöldi þar sem nemendur snæddu og nutu skemmtiatriða. Boðið var upp á þriggja rétta máltíð og þjónuðu foreldrar til borðs. Kynnar kvöldsins voru Fróði Guðmundur Jónsson og Sveinbjörg Sara Baldursdóttir.  Meðal skemmtiatriða voru kennaragrín, nemendagrín og tónlistarmyndbönd. Seinna tók við diskótek þar sem DJ Óli Geir sá um tónlistina og hljómsveit skipuð nemendum steig á stokk.

Kvöldið tókst með eindæmum vel og eiga allir þeir sem lögðu hönd á plóg við undirbúning árshátíðarinnar hrós skilið fyrir vel unnin störf.

Sjá myndir hér.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?