Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

2.3.2011

Árshátíđardagur Árbćjarskóla

Í dag klæddu nemendur unglingadeildar sig upp í búninga og fóru bekkirnir á milli stofa og kepptu í ýmsum þrautum þar sem reyndi á leik-, söng- og hreystihæfileika nemenda.  Um ganga skólans hljómuðu baráttusöngvar og mikil gleði og stemning var í hópunum.  Eftir bekkjaleikana  var farið í skrúðgöngu upp í íþróttahús og þar fór fram bekkjakeppni í brennó með lopavettlinga á höndum þar sem 10. ÁS fór með sigur af hólmi .  Nemendur öttu einnig kappi við kennara í fótbolta og skoruðu nemendur eina mark leiksins á lokamínútunni og höfðu þannig sigur.  Síðan héldu nemendur til síns heima til að gera sig fína og sæta fyrir árshátíðarkvöldið framundan.  Vaskur hópur nemenda og kennara sá svo um að klæða skólann í hátíðarbúning fyrir kvöldið.  Dagurinn var frábær og allt stefnir í að kvöldið verði enn betra.

Sjá má myndir frá bekkjarleikum hér


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?