Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

2.2.2011

Sigurvegari undankeppni Samfés

Jóhanna Elísa Skúladóttir nemandi í 10. KV gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum í undankeppni Samfés sem er söngvakeppni félagsmiðstöðvanna. Diljá Heba Petersen Erludóttir og Rebekka Rut Petersen, nemendur í 10. ÁS, sungu bakraddir listavel. Keppnin fór fram föstudaginn 21. janúar í Tíunni og tóku þær stöllur lagið Ég vil dansa við þig með glæsibrag og munu því  taka þátt í úrslitum keppninnar. Texti lagsins er saminn af Jóhönnu sjálfri við lagið I wanna dance with somebody (who loves me) sem Whitney Houston gerði frægt árið 1987. Spennandi verður að fylgjast með úrslitunum enda eru hér efnilegir tónlistarmenn á ferð.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?