Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

12.1.2011

Undirbúningur Árshátíđar

Vinna er þegar hafin við skipulagningu árshátíðar nemenda skólans, sem er í höndum stjórnar nemendafélagsins og félagsstarfshóps kennara. Árshátíðin hefur ávallt verið einn af hápunktum félagslífs Árbæjarskóla og mikið í hana lagt. Meðal fastra liða í skemmtiatriðum árshátíðarinnar er hið sígilda kennaragrín sem nemendur eru nú þegar farnir að vinna að. Við eigum áreiðanlega spennandi árshátíð í vændum sem haldin verður 2. mars.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?