Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

FrÚttir

2.12.2010

Best(a) stŠr­frŠ­ikeppnin

Stærðfræðikennarar skólans héldu upp á fullveldisdaginn með hinni árlegu BEST stærðfræðikeppni sem er samnorrænt verkefni fyrir nemendur í 9. bekk. Bekkirnir unnu í hópum og reyndu að leysa 8 þrautir.  Þrír bekkir hér í Árbæjarskóla tóku þátt í þessu í ár og var gaman að fylgjast með hvernig krakkarnir nálguðust verkefnin. Hóparnir lögðu fram sín svör og þar sem þeir voru ekki sammála þurfti að finna endalegar lausnir.  Þá var gaman að heyra rökræðurnar sem fram fóru. Lokasvörin voru svo send til skipuleggjenda keppninnar og í janúar verður samskonar keppni með 8 nýjum þrautum og eftir það verður fundið út hvaða bekkir á landinu hafa staðið sig best og munu þeir keppa til undanúrslita.  Árbæjarskóli hefur mörg undanfarin ár verið með þar og skemmst er að minnast þess að í fyrra vann 9 KV fyrstu verðlaun fyrir bekkjarverkefnið sitt. Það verður gaman að sjá hvað gerist í ár. Gangi ykkur vel krakkar.


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » FrÚttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?