Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

FrÚttir

1.11.2010

Skrekkur

═ Árbæjarskóla eru nú 3 valhópar í leiklist.  Þeir kepptu um það sín á milli sl. miðvikudag hvaða hópur kæmist áfram með sitt atriði í undankeppni Skrekks sem haldin verður mánudaginn 8. nóvember.  Mikil spenna og eftirvænting ríkti enda hóparnir búnir að leggja mikla vinnu og kraft í að fullæfa atriðin sín.   

Fyrst var afraksturinn sýndur foreldrum og aðstandendum en svo var sýnt fyrir dómnefnd  sem í voru Jóhannes Ásbjörnsson (Jói), Sólveig Hrafnsdóttir aðstoðarskólastjóri, Fróði Guðmundur Jónsson formaður nemendaráðs og Carola Ida Köhler fulltrúi foreldra.  Meðan dómnefndin réð ráðum sínum voru sýnd tvö tónlistaratriði , annað frá sönghóp og einnig söng Íris Árnadóttir í 9. bekk einsöng.   

Atriðið sem vann heitir Víma í dós og fjallar um orkudrykki.  Einnig voru atriði þar sem þemað var krabbamein og móðurást.   Öll voru atriðin ákaflega glæsileg og hlutskipti dómnefndar erfitt að gera upp á milli.  Spennandi verður að sjá hvernig siguratriðinu reiðir af næstkomandi mánudag og hvort Árbæjarskóla tekst á ný að koma sér í aðalkeppnina sem verður þann 15. nóvember.

Sjá fleiri myndir hér.


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » FrÚttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?