Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

26.10.2010

Undankeppni Tíunnar

Stíll er keppni þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Keppnin í ár mun verða tíunda keppni af þessu tagi sem haldin er á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninnar og í hverju liði mega vera 2-4 einstaklingar, þar af eitt módel. 

 

 Síðastliðinn miðvikudag fór fram undankeppni félagsmiðstöðvarinnar Tíunnar fyrir Stíl 2010 þar sem fulltrúi Tíunnar til að taka þátt í lokakeppninni var valinn. Fimm hópar tóku þátt að þessu sinni og fór keppnin fram í Árbæjarskóla. Þriggja manna dómnefnd átti úr vöndu að ráða því þarna voru á ferðinni flottir hönnuðir. Sigurvegari að þessu sinni er Dagný Björt Benjamínsdóttir úr 10. ÁS. Dagný Björt er afar fjölhæf stúlka því hún stóð ein að hönnun sinnar flíkur, auk þess að sjá um förðun, hárgreiðslu og að sýna flíkina.

 

Nemendur úr Sönglistar- og tónlistarvali skólans stigu á stokk meðan dómnefnd var að störfum og var gerður góður rómur að flutningi krakkanna. Nemendur úr 10. bekk sáu um veitingasölu.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?