Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

6.10.2010

Rútuferđir vegna íţróttaćfinga hjá Fylki

Ágætu foreldrar og nemendur

Frá og með 11. október 2010 hefjast rútuferðir á vegum Fylkis í tengslum við æfingar félagsins víðsvegar um hverfið okkar.  Ferðirnar eru ætlaðar nemendum í 1. - 4. bekk í grunnskólum hverfisins.  Eldri nemendur geta að sjálfsögðu nýtt sér ferðirnar sé pláss en verða þá að hafa skráð sig á viðeigandi hátt fyrirfram.

Foreldrar sem vilja nýta sér þjónustuna fylla út skráningareyðublað sem finna má á tómstundakrækju hér til hægri á síðunni.

Nánar má lesa um þessa góðu nýjung hjá Fylki hér.  Einnig er þessar upplýsingar að finna á tómstundakrækjunni, ásamt heimasíðu Fylkis, en þar má nálgast upplýsingar um tímasetningar rútuferða.

Skólastjórn Árbæjarskóla


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?