Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki árbæjarskóla

Fréttir

22.9.2010

Rannís teiknisamkeppni barna 6 - 9 ára

Nú í aðdraganda Vísindavöku efndi Rannís til teiknisamkeppni fyrir börn 6-9 ára og 10-12 ára. Skilafrestur var til 20. september. Frá Árbæjarskóla fóru skemmtilegar myndir nemenda úr 2. bekk, myndmennt. Þema keppninnar er „ef ég væri vísindamaður.." og er markmið hennar að vekja börn til umhugsunar um ímynd vísindamannsins og þau miklu áhrif sem vísindin hafa á daglegt líf okkar allra.

Verðlaun verða veitt í tveimur aldurshópum á Vísindavöku 2010 sem haldin verður í Listasafni Reykjavíkur 24. september. Einnig verða allar myndirnar þar til sýnis.

Dómnefnd teiknisamkeppninnar skipa: Aðalheiður Jónsdóttir og Katrín Valgeirsdóttir frá Rannís og Ragnar Arnljótsson og María Margeirsdóttir, grafískir hönnuðir á auglýsingastofunni Hnotskógi.


Slóðin þín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?