Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

1.6.2010

Íţróttaálfur á íţróttahátíđ

Íþróttahátíð 1. -4. bekkjar var haldin í dag. Dagskráin hófst í morgun þar sem nemendurÍþróttaálfurinn 3.  og 4. bekkjar fóru í leiki, boðhlaup og kapphlaup í kringum skólann. Nemendur í 1. og 2. bekk tóku síðan á móti elstu börnunum á leikskólunum Rofaborg og Árborg. Farið var í leiki, hlaup og ýmislegt til gamans gert. Nemendur 1. -4. bekkjar hittust síðan á sal í lok dagsins og þar beið þeirra óvæntur gestur. Íþróttaálfurinn var mættur á svæðið til að skemmta börnunum. Kenndi hann þeim ýmsar æfingar og dans og fékk til liðs við sig nemendur og kennara. Var það foreldrafélag skólans sem stóð fyrir heimsókninni og var hún skemmtileg viðbót við góðan dag.

Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?