Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

5.3.2010

Árshátíđ unglingastigs

Miđvikudaginn, 3. mars, var haldin árshátíđ unglingadeildar skólans. Í tilefni dagsins var Árshátíđ 2010breytt út af hefđbundinni kennslu. Nemendur mćttu í ýmsum búningum og kepptu bekkjardeildir í margvíslegum ţrautum sem kennarar skólans höfđu skipulagt. Fulltrúar bekkja reyndu sig m.a.  í pappírskúlukasti, armbeygjum, spurningakeppni og köngulóargöngu. Ţví nćst gengu nemendur og kennarar til Fylkishallarinnar og öttu kappi í knattspyrnu og kapphlaupi. Unglingarnir báru sigur úr býtum ţrátt fyrir harđa samkeppni lćrimeistaranna. Um kvöldiđ mćttu svo nemendur prúđbúnir og nutu veitinga sem bornar voru fram af foreldrum. Á međan borđhaldi stóđ voru skemmtiatriđi sem náđu hámarki međ sýningu á, Kennaragríni Árbćjarskóla 2010 ţar sem gert var grín af starfsliđi skólans. Ađ loknu borđhaldi hófst dansleikur og var dansađ fram til 11:30. Dagurinn tókst međ ágćtum og viljum viđ í fréttahópnum óska skipuleggjendum, foreldrum og gestum árshátíđarinnar til hamingju međ vel heppnađan dag. Sjá fleiri myndir HÉR.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?