Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

9.11.2018

Starfsáćtlun Árbćjarskóla

Starfsáætlun Árbæjarskóla

 

30.10.2018

Lćsi í krafti foreldra - Foreldradagurinn 2018

Læsi í krafti foreldra - Foreldradagurinn 2018

24.10.2018

Bangsadagurinn föstudaginn 26 október 2018

Alþjóðlegi bangsadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Árbæjarskóla föstudaginn 26 október. Þann dag mega nemendur koma með einn bangsa með sér í skólann. Í tilefni dagsins er nemendum boðið á bókasafnið þar sem  lesin er bangsasaga kl:10:20 fyrir nemendur í 1. bekk og kl:12:30 fyrir nemendur í 2. bekk. Hver nemandi í 1. og 2. bekk, fá litabókog bókamerki.

Bangsadagurinn föstudaginn 26 október 2018

9.10.2018

Alţjóđlegur Göngum í skólann dagurinn

Göngum í skólann

Á morgun er alþjóðlegur Göngum í skólann dagurinn.  Við ljúkum okkar þátttöku á þessum degi með því að nemendur í 1.-7. bekk hlaupa stífluna. Að sjálfsögðu hvet ég alla til að halda áfram að auka hreyfingu í daglegu lífi og einfaldasta leiðin til þess er að velja virkan ferðamáta.

Hvetjum við nemendur til þess að hafa gaman af stífluhlaupinu, hver og einn fer á sínum hraða. Hægt er að ganga og hlaupa til skiptis eða hlaupa alla leiðina. Við höfum tímatöku í gangi fyrir nemendur í 5.-7. bekk þá geta þeir sem vilja stefnt á að ná góðum tíma. Biðjum foreldra að senda börnin sín klædd eftir veðri og í góðum skóm t.d. strigaskóm.

Með kveðju,
Alda Hanna Hauksdóttir
Íþróttakennari

3.10.2018

Grunnskólamót í knattspyrnu

Grunnskólamót í knattspyrnu var haldið í síðustu viku fyrir 7. og 10. bekk. Mótið var haldið í Egilshöll og voru úrslitaleikirnir leiknir á laugardaginn 29. september.  7. bekkur stóð sig vel þó svo að þau hafi ekki komist upp úr sínum riðli. 10. bekkur vann mótið í bæði karla- og kvennaflokki.

42985392_895927897279702_4864924690428198912_n

43140822_558325384599322_7940959845253906432_n

43085670_255149265186888_5213576825413828608_n

25.9.2018

Göngum í skólann

Göngum í skólann

Þetta árið mun Árbæjarskóli taka þátt í verkefninu Göngum í skólann. Þetta er í tólfta sinn sem það er haldið hér á landi en þetta er alþjóðlegt verkefni og á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti.

Við ætlum að taka þátt í tvær vikur, hefjum verkefnið miðvikudaginn 26. september og því lýkur miðvikudaginn 10. október, sem er alþjóðlegur Göngum í skólann dagurinn.

Markmið verkefnisins er að hvetja alla, nemendur, foreldra og starfsfólk til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka sérstaklega færni nemenda okkar til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup eða annað. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Hvet ég því foreldra og nemendur skólans til að taka þátt í verkefninu, ganga/hjóla í og úr skólanum. Eiga samverustund á morgnanna með því að ganga/hjóla í skólann ef hægt er. Allar upplýsingar um verkefnið má nálgast á síðunni www.gongumiskolann.is

Starfsfólk og kennarar skólans munu einnig vera virkir í þessu verkefni á einn eða annan hátt. Hvert skólastig vinnur að einhverju ákveðnu hvað varðar hreyfingu/fræðslu og útfæra það á sinn hátt.

31.8.2018

LÉTT BIFHJÓL

LÉTT BIFHJÓL FLOKKUR 1

28.8.2018

Hnetufrír skóli

Árbæjarskóli er hnetufrír skóli

14.8.2018

Skólasetning miđvikudaginn 22. ágúst 2018

 

mynd

Skólasetningar nemenda verða með eftirfarandi hætti:

Skólasetning nemenda í 10. bekk kl. 09.00
Skólasetning nemenda í 9. bekk kl. 10.00
Skólasetning nemenda í 8. bekk kl. 11.00
Skólasetning nemenda í 5. – 7. bekk kl. 12.00
Skólasetning nemenda í 2. – 4. bekk kl. 13.00

Nemendaviðtöl umsjónarkennara í 1. bekk með nemendum og foreldrum þeirra.

Að afloknum skólasetningum afhenda umsjónarkennarar nemendum stundaskrár sínar og fara yfir helstu atriði sem nauðsynlegt er að vita við upphaf nýs skólaárs.

 

 

 

13.8.2018

Námsgögn skólaáriđ 2018-2019

Kæru foreldrar/forráðamenn

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að útvega nemendum námsgögn frá og með þessu skólaári.  Við viljum þó benda á að nauðsynlegt er fyrir nemendur að eiga skólatösku, pennaveski og þau gögn sem þeir þurfa við heimavinnu (s.s. ritföng, gráðuboga, reglustiku, vasareikni o.s.frv.)  Nemendur í 7. - 10. bekk fá afhent ritföng í upphafi skólaárs sem eiga að nýtast þeim út skólaárið.  Í 1. - 6. bekk verða ritföngin geymd í skólanum.  

Með vinsemd,
skólastjórar  

8.6.2018

Sumarkveđja

sumar og sól

Starfsfólk Árbæjarskóla þakkar nemendum og foreldrum samstarfið í vetur með ósk um ánægulegt sumarleyfi.

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 16. júní til 6. ágúst.

Skólasetning næsta skólaárs 2018-2019 verður miðvikudaginn 22. ágúst.

 

 

28.5.2018

Skólaslit fimmtudaginn 7. júní 2018

skolaslit 

 1.   – 4. bekkur

 • Nemendur mæta í stofur til umsjónarkennara kl. 08:30
 • Dagskrá hefst á sal kl. 08:40
 • Dagskrá lýkur kl. 09:15

 5.   – 7. bekkur

 • Nemendur mæta í stofur til umsjónarkennara kl. 10:00
 • Dagskrá hefst á sal kl. 10:10
 • Dagskrá lýkur kl. 10:40

 8.   – 9. bekkur

 • Nemendur mæta í stofur til umsjónarkennara kl. 11:00
 • Dagskrá hefst á sal kl. 11:10
 • Dagskrá lýkur kl. 11:40

 Útskrift 10. bekkjar í Fylkishöllinni

 • Nemendur mæta í sal á efri hæð Fylkishallar kl. 17:45
 • Útskriftarathöfn hefst kl. 18:00
 • Að aflokinni útskriftarathöfninni eru kaffiveitingar sem foreldrafélag skólans stendur fyrir
 • Vorball nemenda í unglingadeildinni hefst kl. 20:00 í Árbæjarskóla

14.5.2018

Ađalfundur Foreldrafélags Árbćjarskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Árbæjarskóla

8.5.2018

Opiđ hús í Árbćjarskóla

Opið hús í Árbæjarskóla

4.5.2018

Aukasýning á Aladdín

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningu á söngleiknum Aladdín. Sýningin verður þriðjudaginn  8. maí nk. og hefst kl. 17:00. Sýningunni lýkur kl. 18:30 þannig að áhugasamir Eurovisionaðdáendur ná  útsendingu frá keppninni sem hefst á RÚV kl. 19:00.

Sjoppan er opin á sýningunni og er gott að minna á að einungis er tekið við peningum – engin kort.

Miðasala hefst á skrifstofunni á mánudagsmorguninn og er miðaverð kr. 1.500.- 

Aukasýning á Aladdín


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?