Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

14.5.2018

Ađalfundur Foreldrafélags Árbćjarskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Árbæjarskóla

8.5.2018

Opiđ hús í Árbćjarskóla

Opið hús í Árbæjarskóla

4.5.2018

Aukasýning á Aladdín

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningu á söngleiknum Aladdín. Sýningin verður þriðjudaginn  8. maí nk. og hefst kl. 17:00. Sýningunni lýkur kl. 18:30 þannig að áhugasamir Eurovisionaðdáendur ná  útsendingu frá keppninni sem hefst á RÚV kl. 19:00.

Sjoppan er opin á sýningunni og er gott að minna á að einungis er tekið við peningum – engin kort.

Miðasala hefst á skrifstofunni á mánudagsmorguninn og er miðaverð kr. 1.500.- 

Aukasýning á Aladdín

4.5.2018

Grunnskólanemar úr Árbćjarskóla funduđu međ forsćtisráđherra

Grunnskólanemar úr Árbæjarskóla funduðu með forsæt

3.5.2018

Aladdin

Aladdin 4

26.4.2018

Aukasýningar á Aladdin

Aukasýningarnar verða miðvikudaginn 9. maí kl. 17.00  og  kl. 20.00. Byrjum að selja á
miðana á morgun föstudaginn 30. apríl.

Aladdin 3

 

25.4.2018

Miđasala hefst í hádeginu í dag, miđvikudag!

Aladdin 2

23.4.2018

Aladdin

Aladdin 1

21.3.2018

Spurningaliđ Árbćjarskóla í öđru sćti í spurningakeppni grunnskólanna

Úrslitakeppni spurningakeppninnar fór fram í Tíunni í gær, þriðjudaginn 20. mars. Lið Árbæjarskóla sem skipað er Gabríel Mána Ómarssyni, Jennýju Maríu Jóhannsdóttur, Kjartani Óla Ágústssyni og Grími Arnari Ámundasyni hafði betur gegn Réttarholtsskóla í undanúrslitum. Úrslitaviðureignin var gegn Laugalækjarskóla eins og í fyrra. Keppnin var æsispennandi og leiddu liðin keppnina til skiptis. Það var þó ekki fyrr en í lokin að lið Laugalækjaskóla náði að tryggja sér sigurinn. Við óskum spurningaliði Árbæjarskóla til hamingju með góðan árangur.

spurningalið

21.3.2018

Vinnumorgun i Húsdýragarđinum

6. bekkur  fór í skemmtilega heimsókn í Húsdýragarðinn í morgun. Þetta er nefndur vinnumorgunn, sem fólst í því að nemendur taka þátt í umhirðu og vinnu við fóðrun dýranna.

Nemendur mættu á staðinn kl. 7:45 fjallhressir. Búið var að skipta þeim í þrjá hópa: A. Nautgripa- og svínahirðar, B. hesta- og fjárhirðar og sá þriðji hreindýra- og loðdýrahirðar. Nemendur tóku virkan þátt og stóðu sig mjög vel í að hjálpa til við þessu daglegu störf. Þeir þurftu að að moka skít (flórinn), sópa stíurnar og fóðra dýrin og brynna.

Hver hópur fékk sérstakan hópstjóra, sem fræddi hann um dýrin og sagði þeim frá helstu einkennum. Síðan í nestistímanum, flutti hver hópur skýrslu um hvað gert var og gerði grein fyrir helstu atriðum varðandi dýrin, nöfn á karli, kerlu og afkvæmdi, hvað þeim hefði þótt sérkennilegast o.fl. ,og fengu þau hrós frá starfsfólkinu fyrir vel unnin störf og góða umfjöllun.

Sérlega skemmtilegur morgunn, nemendur stóðu sig mjög vel og voru skólanum okkar til mikils sóma.

Vinnumorgun i Húsdýragarðinum 20. mars 2018

15.3.2018

Sigur í Stóru upplestrarkeppninni

Í gær, miðvikudaginn 14. mars fóru fram úrslit í Stóru upplestrarkeppninni í Árbæ og Grafarholti. Keppnin fór fram í Árbæjarkirkju. Þátttakendur voru 14 talsins. Skáld keppninnar að þessu sinni voru Sigrún Eldjárn og Ólafur Jóhann Sigurðarson.

Fulltrúar Árbæjarskóla í keppninni voru þær Erna Þurý Fjölvarsdóttir og Hera Christensen. Þær stóðu sig með miklum sóma og fór svo að Hera hafnaði í 3. sæti keppninnar og Erna Þurý krækti sér í 1. sætið. Það var síðan nemandi í Ártúnsskóla sem hlaut 2. sætið.

 

Óskum við þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.

 

29196149_10156257339364675_1295891912099627008_n

29215988_10156257340054675_496953692109406208_n

29249091_10156257339609675_805835748489035776_o

8.3.2018

Vinnumorgun í Húsdýragarđinn

Nemendur í 6. bekk tóku þátt í vinnumorgni í Húsdýragarðinum í dag. Þar fengu þeir tækifæri til að taka þátt í umhirðu dýranna og fá um leið ítarlega fræðslu um dýrin og landbúnaðarstörf. Unnið var í þremur hópum, einn í fjósi, annar í hest- og fjárhúsi og sá þriðji sá um villtu dýrin. Ýmis störf voru í boði en nemendur fylgdust m.a. með mjöltum, þrifu fjósið, kembdu hestum, settu út kindur og geitur, gáfu hreindýrum og þrifu greni minka og refa.

Nemendur fengu líka fræðslukynningu á dýrunum og háttum þeirra og þekkja núna hvaða dýr eru jórturdýr, vita hvers vegna svín velta sér upp úr drullunni þegar þau eru úti og að afkvæmi minka heitir hvolpur en foreldrarnir högni og læða. Hver hópur kynnti síðan verk morgunsins fyrir hinum hópunum. Allir tóku virkan þátt í störfunum og kynningunum og dýrahirðarnir nefndu sérstaklega hvað krakkarnir væru miklir dugnaðarforkar.

Allir komu aftur heim þreyttir, en ánægðir.

Vinnumorgun í Húsdýragarðinum

 

8.3.2018

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk Árbćjarskóla

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk var haldin þriðjudaginn 6. mars. Þeir nemendur sem kepptu til úrslita voru Elísa María Jónsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Erna Þurý Fjölvarsdóttir, Hera Christensen, Linda Björg Gunnarsdóttir, Rebekka Rut Harðardóttir og Sara Björg Arnþórsdóttir. Allar stóðu þær sig með stakri prýði og var því dómnefndinni vandi á höndum að velja sigurvegara. Á meðan dómnefndin var að störfum voru flutt glæsileg tónlistaratriði, Helga í 7. bekk lék á píanó og Alexandra í 8. bekk söng. Niðurstaða dómnefndar var sú að þær Erna Þurý og Hera verða fulltrúar skólans á lokahátíðinni sem fram fer í Árbæjarkirkju miðvikudaginn 15. mars.

Erna Þurý og Hera

13.2.2018

Starfsdagur og vetrarfrí

starfsdagur og vetrarfrí

 


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?