Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Nemendafélagiđ

Í lögum um grunnskóla, 91/2008, segir í 10. gr.um starfsemi nemendafélaga við grunnskóla:

„Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr“.

Við Árbæjarskóla starfar nemendafélag. Nemendafélagið vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nafn félagsins er Nemendafélag Árbæjarskóla og starfar það samkvæmt áður nefndum lögum um grunnskóla. Allir nemendur Árbæjarskóla teljast félagar í nemendafélagi Árbæjarskóla. Valdir eru annars vegar árgangafulltrúar úr 5. – 7. bekk og hins vegar árgangafulltrúar úr 8. – 10. bekk sem eru fulltrúar sinna árganga í nemendaráði.  

Í aðalstjórn nemendafélagsins eiga sæti þrír fulltrúar úr 8. – 10. bekk skólans. Formaður og varaformaður skulu kosnir úr 10. bekk og einn meðstjórnandi úr 9. bekk. Aðalstjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi nýrrar stjórnar.  Hún hefur ákvörðunar- og framkvæmdavald í öllum almennum málum Nemendafélags Árbæjarskóla.

Skólastjóri ræður umsjónarmann félagsstarfs og nemendafélags. Hann sér til þess að fundað sé reglulega og hefur yfirumsjón með skipulagi félagsstarfsins í Árbæjarskóla.

Stjórn nemendafélagsins skipa að þessu sinni:

 formaður

 varaformaður

 meðstjórnandi

 

Viðburðir í félagstarfi í 5. – 10. bekk eru nokkuð hefðbundnir frá ári til árs. Á miðstigi er haldin vorhátíð þar sem nemendur koma saman í skólanum seinni part dags, borða saman og skemmta sér. Þá er einnig ball á haustönninni. Að vori er haldið ball með nemendum úr 7. bekkjum Árbæjar-, Ártúns- og Selásskóla þar sem markmiðið er að nemendur úr skólunum þremur komi saman áður en þeir hefja nám í 8. bekk. Haustið 2015 fara nemendur í 7. bekk í Árbæjar-, Ártúns- og Selásskóla í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði.

Viðburðir í félagslífi unglingadeildar eru þó nokkrir. Í upphafi haustannar er haldið hið árlega Rósaball þar sem eldri nemendur bjóða 8. bekkinga velkomna. Jólaball er síðan í lok annarinnar þar sem nemendur koma saman, borða góðan mat og eiga skemmtilega kvöldstund. Árshátíð unglingadeildar fer fram á vorönn og er hún haldin í skólanum með aðkomu foreldra. Skólalokum er síðan fagnað með vorballi. Þá taka nemendur unglingadeildar m.a. þátt í Skrekk, Skólahreysti og Spurningakeppni Grunnskólanna.

Menningardagar unglingadeildar eru haldnir að vori í samstarfi við Félagsmiðstöðina Tíuna og er þá margt til gamans gert t.d. stuttmyndakeppni og matreiðslukeppni auk þess sem slegið er upp balli.

Skáklífið er einnig líflegt innan skólans og taka nemendur af öllum skólastigum þátt í fjölmörgum skákmótum yfir skólaárið.

                    Nemendaráð Árbæjarskóla


Slóđin ţín:

Nemendur » Nemendafélagiđ
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?