Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

Nemendur

Í Árbæjarskóla eru um 630 nemendur í 1. – 10. bekk. Árbæjarskóli er safnskóli á unglingastigi en þá koma til náms nemendur úr Árbæjarskóla, Ártúnsskóla og Selásskóla.

Í skólastarfi Árbæjarskóla er nemandinn í öndvegi.  Megináhersla er lögð á vellíðan og vandaða fræðslu en nauðsynlegt er að þetta fari saman, enda á hvorugt að geta verið án hins í þróttmiklu grunnskólastarfi.

Samskipti einstaklinga eiga að grundvallast á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og tillitssemi, sem er forsenda þess að hverjum og einum líði vel.  Gagnkvæmt traust, jákvæð og uppbyggileg samskipti móta framar öðru góðan starfsanda. 

Ánægður og áhugasamur einstaklingur sem tekst á við skyldur sínar af ábyrgð og festu nær árangri í starfi sínu. Þannig er gott sjálfstraust og jákvæð sjálfsmynd grundvöllur sjálfstæðra vinnubragða og góðrar samvinnu. Eins þarf hver einstaklingur að temja sér ábyrga umgengni og bera ábyrgð á sínu nánasta umhverfi og samfélagi.


Slˇ­in ■Ýn:

Nemendur
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?