Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

M÷tuneyti og nesti

Mötuneyti Árbæjarskóla er fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Þar starfar matreiðslumeistari ásamt skólaliðum. Á matmálstímum koma auk þess kennarar, skólaliðar og stuðningsfulltrúar börnunum til aðstoðar í matsal og mötuneyti.  Í mötuneytinu er boðið upp á heitan mat í hádeginu. 

Nemendur í 1. – 4. bekk koma í matsalinn kl. 11:20, nemendur í 5. – 7. bekk kl. 12:05 og nemendur unglingadeildar kl. 12:45.  

Matseðill er ákveðinn fyrir hvern mánuð í senn og birtist á heimasíðu skólans. Við samsetningu hans er lögð sérstök áhersla á hollustu og fjölbreytni.

Mikilvægt er að nemendur borði staðgóðan morgunverð áður en haldið er til skóla og hafi með sér hollt og gott nesti.  Boðið er að morgni dags upp á hafragraut í skólanum frá kl. 7.45 – 8.00, nemendum og starfsfólki að kostnaðarlausu.

 Uppbygging matseðlanna er með þeim hætti að hver dagur hefur sína sérstöðu

 Mánudagar - Fiskréttir

Þriðjudagar – Pastaréttir

Miðvikudagar – Fiskréttir

Fimmtudagar – Kjötréttir

Föstudagar – Súpur eða grautar

                                           Matseðill

Meðlæti með réttum skammta nemendur sér sjálfir og  er alltaf  grænmeti, ávextir eða annað það meðlæti sem við á, í boði.  Þegar boðið er upp á brauð með mat er gróft brauð á boðstólum.  Með matnum er alltaf boðið upp á vatn.                                                                                               

Nemendur í 1. -7. bekk snæða nesti sitt, sem þeir koma með að heiman, í kennslustofum í annarri eða þriðju kennslustund. Lögð er áhersla á að foreldrar sendi börn sín í skólann með hollt og gott nesti, gróft brauð með hollu áleggi, grænmeti eða ávexti.  Einungis er heimilt að drekka vatn með morgunnestinu.

Lögð er áhersla á að foreldrar hvetji nemendur í 8. -10. bekk til að hafa með sér hollt og gott nesti að heiman sem þeir neyta í frímínútum.  Nemendur unglingadeildar hafaaðgang að örbylgjuofnum og samlokugrillum og geta hitað upp þann mat og nesti sem þeir koma með að heiman. Þá geta nemendur keypt í lausasölu hressingu í  tengslum við mötuneyti skólans.

Foreldrum er bent á að sumir skóladagar nemenda í 8. - 10. bekk eru langir og því er mikilvægt að nemendur séu vel nestaðir.

Skráning í mat

Allir nemendur í grunnskólum borgarinnar hafa aðgang að hádegismat í skólanum. Mataráskrift kostar það sama í öllum skólum borgarinnar en ekki þarf að greiða fyrir fleiri en tvö grunnskólabörn frá hverju heimili. Matseðill er birtur á heimasíðu skóla. Nemendur eru skráðir í mat rafrænt á vefnum Rafræn Reykjavik https://rafraen.reykjavik.is/pages/

Mánaðarlegt gjald er samkvæmt ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur hverju sinni. Máltíðin kostar 355 krónur. Innheimt er jafnaðargjald miðað við 20 daga í mánuði, eða 7.100 krónur. Ekki er innheimt fyrir mat í júlí og ágúst. Foreldrar greiða einungis skólamáltíðir fyrir tvö börn, önnur njóta 100% afsláttar. Hver fjölskylda greiðir aðeins fyrir tvö börn en séu fleiri börn á heimili er matur fyrir þau gjaldfrjáls.  Reglan gildir milli grunnskóla í Reykjavík. 

Innheimta vegna mötuneyta grunnskóla Reykjavíkur er þannig að stofnuð er krafa í banka með gjalddaga í byrjun þess mánaðar sem innheimt er fyrir og 30 dögum seinna er eindagi.  Ef reikningur er ekki greiddur færist hann til milliinnheimtu og síðar er áskrift sagt upp.  Til að uppsögn taki gildi í lok mánaðar þarf hún að berast í síðasta lagi 20. dag mánaðarins.

Hafi nemendur ofnæmi eða óþol er mjög mikilvægt að koma því á framfæri með vottorði á skrifstofu skólans.

 


Slˇ­in ■Ýn:

Hagnřtar upplřsingar » M÷tuneyti og nesti
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?