Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Móttökuáćtlun fyrir nemendur međ sérţarfir í Árbćjarskóla

Innritun

-          Foreldri innritar nemanda á Rafrænni Reykjavík

-          Foreldri nemanda óskar eftir viðtali við skólastjórnanda vegna komu nemandans í skólann

-          Móttökuviðtal ákveðið þar sem foreldri og nemandi mæta

Undirbúningur viðtals

-          skólastjórnandi velur hópa fyrir nemandann í samráði við deildarstjóra sérkennslu

-          umsjónarkennara tilkynnt um væntanlegan nemanda og hvenær móttökuviðtal fer fram

-          skrifstofustjóri safnar saman þeim gögnum sem nota á í viðtalinu: Skólareglur, innkaupalisti, stundaskrá, upplýsingar um mötuneyti og nestismál o.fl.

Móttökuviðtal

-          móttökuviðtalið sitja foreldrar, nemandi, skólastjórnandi, deildarstjóri sérkennslu, umsjónarkennari og aðrir þeir sem nauðsyn er talin á að sitji viðtalið

-          farið er yfir þau gögn sem tilheyra nemandanum og staða hans metin

-          deildarstjóri sérkennslu gerir grein fyrir þeirri þjónustu sem nemandanum stendur til boða í skólanum

-          stofnað teymi um nemandann

-          ákveðinn fundatími með foreldrum, nemanda og teyminu

-          umsjónarkennari og deildarstjóri sérkennslu sjá um að koma nauðsynlegum upplýsingum um nemandann til allra þeirra sem koma að kennslu hans í skólanum

Eftirfarandi þættir eru útskýrðir fyrir foreldrum og nemandanum  í móttökuviðtalinu

-          skipulag skólastarfsins og skóladagatal

-          stoðþjónusta skólans

-          stundaskrá nemandans

-          íþróttir og sund, staðsetning, fatnaður, reglur varðandi sturtu og mætingar

-          innkaupalistar

-          heimasíða skólans, símanúmer og netföng

-          skólareglur og mætingaskylda

-          mötuneyti og nesti

-          frístundaheimilið Töfrasel og Félagsmiðstöðin Tían

-          samstarf heimilis og skóla

-          Mentor og hvaða upplýsingar má nálgast þar

-          ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skólanum

-          kynnisferð um skólann

-          námsráðgjafi boðar nemanda til viðtals fljótlega eftir að nemandi hefur nám við skólann

-         skrifstofustjóri sendir tölvupóst á alla starfsmenn skólans þar sem vakinn er athygli á að nýr nemandi hefur hafið nám við skólann


Slóđin ţín:

Hagnýtar upplýsingar » Móttaka nýrra nemenda » Móttökuáćtlun fyrir nemendur međ sérţarfir í Árbćjarskóla
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?