Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

Foreldradagar

Foreldradagur er haldinn tvisvar á skólaárinu. Þessa daga boða umsjónarkennarar foreldra og nemendur til viðtals í skólann á fyrirfram ákveðnum tíma. Fundarboð eru send út með nokkurra daga fyrirvara. Á fundunum er farið yfir námslega stöðu nemenda, ástundun, hegðun, líðan og annað það sem liggur mönnum á hjarta.  Til grundvallar foreldraviðtala er frammistöðumat sem nemendur, foreldrar og kennarar hafa fyllt út.

Gert er ráð fyrir að foreldrar fylgist vel með námsgengi barna sinna og skólasókn í Mentor og séu því alltaf upplýstir um stöðu þeirra í skólastarfinu.

Foreldrar eru auk þess hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara barnanna þegar tilefni er til og umsjónarkennarar munu að sama skapi hafa samband við heimilin ef þurfa þykir.


Slˇ­in ■Ýn:

Foreldrar » Samstarf heimili og skˇla » Foreldradagar
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?